Það kemur nú aldeilis fyrir að maður leiti langt yfir skammt. Þannig er ég núna búin að leita logandi ljósi að edamame baunum síðan ég fór á Wagamama með Ástu í Lundúnum. En finn hvergi hér í sveitinni. Á leið heim úr vinnu í dag kom ég við í Marks & Spencer. Þar er hægt að fá allskonar fínerí, aðeins of dýrt svona til að versla dagligdags, en ef manni vantar óvenjulegt krydd eða sósu í krukku eða gott kex þá er allt í lagi að fara þangað svona spari. (Mig vantaði reyndar bara klósettpappír í dag og notaði það sem afsökun til að fara inn og skoða jóladótið.) Og fann þar poka af sugarsnap peas. Ekki veit ég hvað þær heita á íslensku, þetta eru bara ferskar, grænar baunir í belg. Þetta eru nú bara ofurvenjulegar baunir, sem er hægt að fá hvar og hvenær sem er. Greip með til að hafa með kvöldmatnum, grillað butternutsquash og sausage. Og ég er hæstánægð með þær sem staðgengil fyrir edamame. Gufusauð og saltaði og þær voru bara ljómandi alveg hreint. Og þarf þá ekki að hafa frekari áhyggjur af því.
Í þessari sömu ferð fann ég svo líka míní makkarónur. Og ég sem hélt maður þyrfti að vera í Brussel eða New York eða París fyrir svoleiðis fínerí. Ekki aldeilis. Bauð upp á þær sem eftirrétt í kvöld með latte. Reyndar þá voru þær ekki jafn geðveikislega góðar og þessar sem ég fékk hjá Paul´s en samt, nógu góðar. Ég held að mér finnist mest varið í hvað þær eru fallegar, það hefur meiri og betri áhrif en bragðið. Og hver þeirra er einn munnbiti og samræmast hugmyndum mínum um meðalhóf fullkomlega.
Ég er nefnilega orðin helvíti lunkin við meðalhófið. Ekki alveg fullkomin en það er sko allt í áttina. Ég er alls ekki búin að ákveða mig með hvort þetta sé málið fyrir mig, þetta frelsi, en það er að virka sem stendur. Við sjáum svo til í framtíðinni.
4 ummæli:
Ég held þú sért að tala um - sykurbaunir :)
sykurbaunir eru líka snilld hráar.. ég fæ alla vegana útrás fyrir "crunch" þörfina :)
En annars, ef það er asískur súpermarkaður einhvers staðar nálægt þér þá selja slíkir oft frosnar edamame sem er fínt að gufusjóða...
Hmmm já, það var verið að opna tælenska matvöruverslun þar sem ég kaupi pálmasykur. Prófa þar :) Takk Erna x
Skrifa ummæli