miðvikudagur, 28. desember 2011

Ég reiknaði örsnöggt í huganum stærðfræðijöfnu nú áðan þegar ég renndi augunum yfir það helsta á facebook. Einhver vina minna hafði sett inn tengil um frétt af glamúrmódeli íslensku sem hefur þyngst um 3 kíló í jólafríi á Íslandi. Sjálf velti ég lítið fyrir mér hversu klént fréttaefnið væri en einbeitti mér því meira að stærðfræðinni. Gefum okkur að glamúrgellan sé 50 kíló. Þriggja kílóa þyngdaraukning er bara þó nokkuð og ég skil hana vel að hafa áhyggjur. Nú er ég ekki langt frá að vera næstum helmingi þyngri en hún og ég hef áhyggjur af þessum sömu þremur jólakílóum. En hristi það fljótt af mér því stærðfræðin sagði mér að ég ætti enn tvö kíló til góða til að fitna í sömu hlutföllum og glæsikvinnan. Best að ná sér í annað staup af beilís.

Engin ummæli: