Það er aldeilis hvað ég elska Garminn minn mikið. Hann lætur mig vera betri hlaupara. Og er ótrúleg hvatning til að drífa sig út. Ég er svo spennt að safna upplýsingum til að geta borið saman hitt og þetta. Hann er líka örlátur á kaloríur brenndar þannig að mér finnst ég hafa gert ægilega mikið í hvert sinn sem ég fer út með hann. Í morgun ákvað ég að passa að fylgja fyrirmælum hlaupaþjálfarans míns og byrja hægt og auka svo hraðann. Ákvað að hver kílómetri yrði að vera hraðari en sá síðasti. Hljóp þann fyrsta í rólegheitum og kláraði á 7:39. Sá næsti yrði þá að vera betri en það og ég jók aðeins í . Við annan km pípti garmurinn. 7:35. Fín aukning þar, og ég enn bara að hita upp. Sá að ég gæti alveg haskað mér örlítið í viðbót. Sá þriðji búinn og ég fór á 7:22. Úff, hugsaði ég með mér þá, sá fjórði verður að vera helvíti harkalegur. Ég spitti í og vandaði mig við að halda takti. Píp píp sagði garmur innan skamms. 6:47! Shit! Það þýðir að sá síðasti þarf að vera all svakalegur á minn mælikvarða. En ekki fer ég að gefast upp núna. Og áður en ég vissi af pípir enn í mér. Og ég náði að fara síðasta kílómetrann á 6:22. Frábært! Og ég þarf greinilega að fara að endurskoða hvað ég get og hvað ég held að ég geti. Það býr greinilega miklu meiri orka mér en ég held. Og bara þetta að keppa svona við sjálfa mig hvetur mig áfram.
Ég er að nota síðustu fríklukkutímana mína í dag. Við Lúkas bara heima í nettri Legó stemningu. Ég er búin að þrífa allan kofann og ætla svo að nota daginn í að: 1) líta yfir árið 2011 2) Gera aðgerðaáætlun fyrir 2012.
Það er aftur kominn tími til að huga að sjálfinu.
3 ummæli:
ég ELSKA líka minn garmin - á eins og þú... hann er minn allra besti vinur á hlaupunum !! ;)
bkv. Gunnhildur
Ég eeelska garminn minn svo mikið, kallinn verður pínuþreyttur þegar ég fer að segja honum frá meðalhraða, púls, hámarkshraða, tíma o.s.frv. :) Enda sennilega honum að þakka allar framfarirnar í hlaupunum, það er svo gaman að bæta sig frá því síðast :)
Já, ég þarf bara að skoða betur alla fítusana á honum, er örugglega ekki að nýta til ýtrasta.
Skrifa ummæli