miðvikudagur, 4. janúar 2012

Möndlu- og döðlusmákökur.

1.5 bolli heilar möndlur í hýði
20 döðlur, létt lagðar í bleyti
3 kúfaðar msk náttúrulegt hnetusmjör
1/4 bolli cacao nibs (eða sykurlaust kakó)
salt
1/2 tsk kanill
tsk vanilludropar

Svo er öllu skellt í matvinnsluvél og hakkað þangað til deiglík kúla kemur í ljós. Ég á ekki alvörumatvinnsluvél þannig að ég þurfti að gera þetta í mörgum litlum skömmtum í litlu hakkavélinni minni. Svo bleytti ég hendurnar vel með köldu vatni og vann þannig út lokadeigið. Svo skipti ég því í 14 litlar kúlur, flatti út og setti á bökunarpappír og inn í ofn í svona 15 eða 20 mínútur (tók ekki tímann) við 160 gráður. Þetta var smá drullumall en voðalega gott að eiga í krukku inni í skáp þegar nagþörfin tekur yfir.

Enn og aftur get ég ekki lagt nógu mikla áherslu á að hér er um að ræða fullt af hitaeiningum. Fullt af þeim. Og það má ekki bara leggjast í að éta þessar eins og um grænkál væri að ræða. En á móti kemur að þær eru líka stútfullar af trefjum, próteini og hollri fitu sem hjálpar til við að gefa fyllingu og maður þarf bara eina til að svala græðginni. Og allt er eins og það á að vera.

Engin ummæli: