sunnudagur, 29. janúar 2012

Það virðist sem svo að bara tilhugsunin um að gefa sykur upp á bátinn hafi góð áhrif á mig; 88.5 kíló eftir hlaup í morgun og þannig 1.2 kíló farin síðan síðasta sunnudag. Ég segi náttúrulega bara takk og amen við því.

Ég er búin að vera að nota undanfarna daga í undirbúning fyrir sykurlausa lífið. Ég sé það í hendi mér að þetta á eftir að vera meira en að segja það. Ef við horfum gróflega yfir það sem ég borða þá ætti það svo sem ekki að vera mikið mál fyrir mig að taka sykurinn út. Ég borða mikið óunna vöru, elda eiginlega allt sjálf, hef gríðarlega þekkingu á hráefni og er alltaf að spá í hollustu. En svo tínist þetta til; hunang eða sweet freedom í öllu sem ég baka. Döðlur og rúsínur í öllu sem ég baka og í hrágrautum og sem snarl. Agave í möndlumjólkinni minni, St Dalfour sultu með hnetusmjöri, eplabökur, hunang í dressingum og út á grillað grænmeti... fyrir utan það sem svo ég tek ekki eftir. Og þá eru að sjálfsögðu ótaldir upp ávextirnir og smoothie-arnir sem ég borða og drekk. Þetta á eftir að vera meira en að segja það.

Það fyrsta sem ég tók eftir var að heilinn í mér byrjaði strax að tifa til að finna staðgengla. Ég gúgglaði hrísgrjónasýróp og var ægilega glöð þegar ég sá að það var sem mig grunaði og það er frúktósalaust. Svo byrjaði ég að rannsaka stevia, náttúrulegt sykurefni sem er ekki búið til úr frúktósa. Ég er alveg háð því að fá sætt. Ég fattaði meira að segja að ég skipti öllum máltíðum í aðalrétt og eftirrétt. Þar með talinn morgunmatnum. Þannig fæ ég mér egg (savoury) í aðalrétt og svo morgunmúffu (sætt) með kaffi á eftir. Ein máltíð, skipt í tvennt. Hádegismatur er alltaf salat og svo þýskt brauð með hnetusmjöri og sultu, eða eitthvað prótein og svo múffa eða döðlur eða eitthvað sætt á eftir. Sama gerist á kvöldin, ég fæ mér kvöldmat og passa svo að fá mér jógúrt með hnetum eða hungangristaðar hnetur eða eitthvað gott og sætt á eftir.

Ég ákvað því í morgun eftir hlaup að fá mér einréttaðan morgunmat og "savoury" ekki sætan. Bjó til scrambled egg og ristaði rúgkornabrauðið sem ég bakaði um daginn. Smurði það með smurosti með pipar og lauk. Eggið ofan á og þetta maulaði ég í mestu hamingju. Var smávegis týnd í nokkrar sekúndur þegar ekkert sætt fylgdi en lagaði það svo fljótt með góðum kaffibolla. Og las aftan á smurostpakkann. Og hvað er talið upp? Jú fecking fructose syrup! Maður er semsé hvergi óhultur. Og eins gott að ég hef gefið mér góða viku í undirbúning, hann leynist nefnilega allstaðar sykurinn og það á eftir að taka langan tíma að lesa á allt og venja sig á það. Ég hugsa að það verkefni komi til með að reynast erfiðara en sjálf fráhvarfseinkennin.

1 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Til hamingju með léttingin. Ég dáist að þér að taka þetta verkefni að þér, get ekki ímyndað mér að ég hefði nokkurn tímann agann til að gera þetta.

Ég er bara of löt til að leggja það á mig að passa allan mat sem ég borða, enda er mjöööög erfitt að lesa innihaldslýsingar hér í Japverjalandi, það er rétt svo að ég geti séð hvort mjólkin sé venjulega, létt eða non fat.

Er samt ekkert að léttast og hef ekki gert í >6 mánuði. Er samt ekkert að þyngjast heldur en mikið assgoti væri ég mikið til í að sjá vigtina fara aaaaðeins niður á við öðru hvoru.. :O

Gangi þér alveg ofsalega vel og ég hlakka til að sjá hvernig þér gengur með þetta heljarinnar verkefni/breytingu