|
Innihaldið |
Það skal skýrt í upphafi tekið fram að síðustu vikurnar hafa bragðlaukarnir mínir breyst þannig að ég þarf ekki mikil sætindi til að finna mikið sætt bragð. Og svo er líka að í uppskriftinni eru fjögur egg. Ég hef ekkert á móti eggjum, þvert á móti, ég tel að það sé erfitt að finna heilsteyptari fæðu en egg. En sumir hafa áhyggjur af kólesteróli í þeim. Ég hef nú samt lesið rannsókn sem segir að það eru engin sönnuð tengsl á milli hjartasjúkdóma og eggjaneyslu. Kólesteról úr eggjarauðum berast víst seint og lítið inn í kransæðar. Þannig að það má alveg slaka á yfir eggjunum. Það verður bara hver og einn að ákveða það sjálfur.
1 dós af kókósmjólk (full fita) sem hefur verið geymd í ísskáp.
4 eggjarauður
4 eggjahvítur
1 væn matskeið rice syrup (frúktósalaust - en fullt af glúkósa þannig að ég er að svindla örlítið hérna.)
2 matskeiðar vanilludropar
|
Heslihnetuísinn |
Aðskilja rauður og hvítur. Stífþeyta hvítur og þeyta rauður saman við sýróp (hér má nota hunang eða sweet freedom eða eitthvað þessháttar ef maður hress með frúktósann og auka alveg um eina eða tvær skeiðar ef maður er með þörf fyrir sætt bragð) þar til létt og ljóst. Taka kókósmjólkina úr ísskápnum, opna hana og skafa kókósrjómann sem hefur myndast upp úr dósinni þar til maður kemur að kókósvatni einu saman. Þetta er nánast öll dósin. Þetta eru eflaust bara tiktúrur í mér og það má alveg nota allt úr dósinni en ég er sannfærð um að með þessu móti fái ég meira rjómakennt efni.
Blanda svo öllu saman ásamt vanilludropunum og setja í litlar plastdósir. Svo tekur ímyndunaraflið við. Ég lét eina dósina vera hreina, í eina setti ég kókósflögur, í eina fóru ristaðar, muldar hesli- og pekanhnetur og þá síðustu fór teskeið af kasjúhnetusmjöri, cacao nibs og ristaðar möndluflögur. Svo frysti ég og hrærði til að mylja ískristalla á hálftímafresti.
|
Með fleiri hnetum og smá slettu af rjóma. |
Bragðtilraunir gáfu skýrt til kynna að ísinn með hnetusmjörinu var geðveikislega góður. Ég á eftir að prófa kókósflögudósina. Sú hreina var góð, en sem grunnur. Þannig að þegar ég setti kúlu á nýbakaðar kókóshnetuhveitipönnukökur með sykurlausu súkkulaði var líf mitt fullkomnað. Eða svona því sem næst.
|
Kókósflögur |
|
Hnetusmjör og cacaonibs. |
1 ummæli:
Þetta lítur ekkert smá vel út hjá þér kona!
Kv Hófí
Skrifa ummæli