Ég elska haframorgunmúffurnar mínar. Þær eru ein af ástæðunum fyrir því að fer á fætur á morgnana. Þær láta hjarta mitt syngja. Ég held að ég finni seint morgunmat sem er jafn frábær og þær. Það má endalaust breyta þeim og bæta við eða taka út - gera þær sætar eða grófar, flóknar eða einfaldar og eins hollar eða óhollar og manni lystir. Chia kryddaðar haframúffur með pistasíu streusel hljóma alveg hrikalega vel. Og ég myndi eflaust kaupa þær og borða rymjandi af ánægju á fínum kaffihúsum um heim allan. Lukkan yfir mér þessvegna að ég þarf ekki að fara lengra en inn í eldhúsið heima hjá mér.
Ég sturtaði í þessar bara öllu sem ég fann í skápunum hjá mér; quinoaflögum, byggi og höfrum, rúsínur og ristaðar heslihnetur, og svo tveimur matskeiðum af chia krydd tei. Chia te er bara te með kanil og öðrum sætum kryddjurtum og er eina teið sem ég get drukkið. (Nánast áratugur í Bretlandi og ég get ekki drukkið te!) Það gefur þeim framandi en dásamlegt bragð og láta mér líða eins og heimsborgara. Ég fullkomnaði þær svo með að strá yfir þær pistasíuhnetustreusel sem ég bjó til úr hnetum, kókósolíu, höfrum og teskeið af demarara sykri. Ahhh, og heimurinn er góður staður. Er leyfilegt að smjatta aðeins?
2 ummæli:
oh ertu til í að skella inn betri uppskrift af þessum? Líta sjúklega vel út.... og ca hversu margar karólínur eru í einni svona júllu?
kv. Þórdís
Uppskrift já, það er ekki beðið um lítið! :) Ég hef ekki hugmynd. Ég vigta út 300 grömm af höfrum og byggi og quinoaflögum og svo set ég bara eitthvað smávegis af öllu hinu; graskersfræ, hnetur, rúsínur, teskeið lyftiduft, kanill, 2 mts te, mjólk, egg, vanilludropar... í alvörunni, ég sulla þessu bara saman þangað til ég er komin með svona vel blautt deig.
Streusel er svo rúm tks kakósolía, smá vanilludropar, mtsk hafrar, tsk demerarasykur, 3 mts pistasíur. Allt blandað saman og smávegis sett ofan á hverja múffu fyrir bakstur.
Mér reiknast til að hver múffa sé 150 til 200 kalóríur. Það fer aðeins eftir hnetumagni.
Skrifa ummæli