laugardagur, 5. maí 2012

Það virðist sem svo að ég sé búin að fullkomna þetta að "byrja bara aftur" dæmi. Ég vaknaði á miðvikudaginn eftir gubbveisluna og fór út að hlaupa, tók smá pilates, rúllaði og taldi kalóríur allan daginn. Og hef gert síðan. Ekkert mál. En eitthvað hefur gubbveislan skilið eftir sig. Ég er búin að vera hálfdofin síðan, á erfitt með að setja niður fyrir sjálfa mig hvað ég er eiginlega að spá akkúrat núna. Ég veit bara nokkrar staðreyndir fyrir víst:

1. Mér líður vel þegar ég er undir 87 kílóum. Allt þar yfir og ég verð þung á mér og á erfiðara með hreyfingu. Ég vil því reyna að halda mér þar undir.

2. 86-90 kíló er örugg þyngd fyrir mig. Þegar ég fer yfir 90 kíló fer ég á taugum og líður afskaplega illa í sálinni.

3. Ég stunda sjálfsblekkingu og lygar af miklum krafti, mest lýg ég að sjálfri mér. Ég lýg því að sjálfri mér að ég sé búin að koma mér inn í heilsusamlegan lífstíl þegar hver heilvita maður getur séð að ég er pikkföst í "binge-repent-starve" vítahringnum.

4. Eins og velska ljóðskáldið Dylan Thomas sagði; "Do not go gently into that good night.." Ég er langt í frá búin að gefast upp.

Ég er bara ekki glöð.

Mig langar ekki til að stanslaust þurfa að "byrja aftur". Ég vil aldrei hafa hætt.

Engin ummæli: