Eftir miklar vangaveltur hef ég ákveðið að umfaðma algerlega þessa ást mína á mat. Ég hef gefið sjálfri mér 100% leyfi til að hugsa um mat eins og mig lystir allan liðlangan daginn. Algerlega án nokkurs samviskubits eða með neinum áhyggjum af því. Ég er búin að fatta að ég fúnkera miklu betur ef ég fæ bara leyfi til að spá og spekúlera í mat eins og mér sýnist. Þegar ég geri það þá beini ég allri orkunni í að búa til hollan og næringarríkan mat bæði í huganum og í alvörunni. En þegar ég reyni að temja ástríðuna enda ég bara í brjálæðiskasti étandi eitthvað rugl. Ég er ástríðukokkur og það er best að leyfa mér bara að fá útrás fyrir ástríðuna.
Í allan dag er ég búin að vera að plana að búa til avókadósúkkulaðimús. Ég er búin að sjá ýmsar útgáfur af þesari uppskrift og ákvað að prófa allra einfaldasta mátann.
2 mjúk avókadó
1/2 bolli kakó
1 msk góðir vanilludropar
60 ml sweet freedom (eða hunang eða hlynsýróp eða sætuefni að eigin vali)
Allt maukað saman og svo kælt aðeins. Ég setti svo kókóshneturjóma og ristaðar macadamiu hnetur ofan á.
Þetta var ríkt og þungt og smá sletta var nóg til að fullnægja súkkulaðibragðlaukunum.
Ég er svo með allskonar hugmyndir um viðbætur... kaffi, hnetusmjör, hafrarjómi, pístasíur... the possibilites are endless!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli