Ég var svo uppveðruð eftir þetta að ég ákvað að halda stemningunni uppi og áfram inn í eldhús. Ég var búin að lofa manninum spag bol í kvöldmat en er ekki spennt fyrir að borða pasta akkúrat núna. Ekki að það sé einhver bannvara, ég er bara aðeins að reyna að slaka á hveitinu. Þannig að í kvöld prófaði ég að rífa niður sæta kartöflu í langa, mjóa strimla og bjóða með bol-inu í spag staðs. Ég skrallaði eina aflanga sæta kartöflu og flysjaði svo niður í langa, þunna strimla með grænmetisskrallaranum mínum. Setti svo í pott með slettu af ólífuolíu og vöðlaði um í nokkrar mínútur. Salt, pipar og smá basil. Með spínat á kantinum og bolognese og smá parmesan og ég gæti ekki verið kátari.
fimmtudagur, 7. júní 2012
Ég lét loksins verða af því sem ég er búin að vera að hugsa um núna í langan tíma og fór í dag til að skoða kickboxing gym hérna í Wrexham. Ég er ægilega uppveðruð yfir þessu og hlakka hrikalega til að byrja almennilega eftir að hafa fengið smá sýnikennslu og túr um stöðina í dag. Mig vantaði svo rosalega eitthvað nýtt og skemmtilegt til að hressa upp á hreyfinguna hjá mér. Mér finnst meira að segja eins og ég sé orðin smávegis leið á hlaupunum en er viss um að með sparkbox svona til að krydda tilveruna hressist ég aftur við í hlaupunum líka. Ég er smávegis hrædd um að hné séu ekki alveg tilbúin í þetta en ég veit það ekki fyrr en ég prófa. Þannig að ég ætla galvösk næsta þriðjudagskvöld.
Ég var svo uppveðruð eftir þetta að ég ákvað að halda stemningunni uppi og áfram inn í eldhús. Ég var búin að lofa manninum spag bol í kvöldmat en er ekki spennt fyrir að borða pasta akkúrat núna. Ekki að það sé einhver bannvara, ég er bara aðeins að reyna að slaka á hveitinu. Þannig að í kvöld prófaði ég að rífa niður sæta kartöflu í langa, mjóa strimla og bjóða með bol-inu í spag staðs. Ég skrallaði eina aflanga sæta kartöflu og flysjaði svo niður í langa, þunna strimla með grænmetisskrallaranum mínum. Setti svo í pott með slettu af ólífuolíu og vöðlaði um í nokkrar mínútur. Salt, pipar og smá basil. Með spínat á kantinum og bolognese og smá parmesan og ég gæti ekki verið kátari.
Ég var svo uppveðruð eftir þetta að ég ákvað að halda stemningunni uppi og áfram inn í eldhús. Ég var búin að lofa manninum spag bol í kvöldmat en er ekki spennt fyrir að borða pasta akkúrat núna. Ekki að það sé einhver bannvara, ég er bara aðeins að reyna að slaka á hveitinu. Þannig að í kvöld prófaði ég að rífa niður sæta kartöflu í langa, mjóa strimla og bjóða með bol-inu í spag staðs. Ég skrallaði eina aflanga sæta kartöflu og flysjaði svo niður í langa, þunna strimla með grænmetisskrallaranum mínum. Setti svo í pott með slettu af ólífuolíu og vöðlaði um í nokkrar mínútur. Salt, pipar og smá basil. Með spínat á kantinum og bolognese og smá parmesan og ég gæti ekki verið kátari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mamma og pabbi brosandi á kantinum!
vá djúsí - þetta ætla ég að prófa!
Skrifa ummæli