þriðjudagur, 12. júní 2012

Paula Radcliffe; á hækjum sér. 
Eitthvað misreiknaði ég mig í gær. Ég var búin að æsa sjálf mig upp í svaka hlaupastuð allan daginn og var ægilega spennt fyrir löngum túr. Þegar ég var svo rétt lögð af stað í 7km hlaup fann ég að ég þurfti að pissa. Meira en það, ég var alveg í spreng. Mér datt í hug að gera bara Paulu Radcliff og láta gossa á meðan ég hljóp. En svo mundi ég eftir því að ég þyrfti að fara í strætó og það er nú nóg að vera pungsveitt sitjandi í strætó þó ég sé ekki hlandblaut líka. Fyrir utan að vera ekki nærri nógu hardcore fyrir piss á hlaupum. Ég gat ekki hugsað mér að hætta að hlaupa, ég hefði þá hvort eð er þurft að hossast um í spreng í strætó. Ég byrjaði þessvegna að skimast um eftir hentugu tré, helst einu sem stæði ekki inni í garði hjá neinum. Og lukkan var yfir  mér; ég kom að villtu skóglendi og snéri snarpt til vinstri og undir runna. Reif lycrað niðrum mig og settist á hækjur mér. Leit í kringum mig og fattaði að ég var húkandi í miðjum brenninetlurunna. Ég sá þann kost vænstan að hoppa vagurt hægra hopp til að komast úr netlunum. Tókst svona ljómandi vel til, komst út úr netlunum og fékk loks lausn. Stóð upp skælbrosandi og í sömu andrá togaði ég lycrað upp um mig en út af hægra hoppinu hafði ég ekki tekið eftir því að fyrir aftan mig var núna myndarleg trjágrein. Og gleði mín yfir léttinum sljáknaði fljótt þegar ég tók skref fram á við og uppgötvaði að téð grein var nú girt ofan í lycrað. Ég var með hálft tré í rassinum. Og það sem eftir lifði hlaups var ég að finna laufblauð sem ég þurfti að grafa eftir og losa mig við. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ásamt því að eiga góða hlaupaskó og vera fitt þyrfti maður að kunna Flora Britannica utanbókar.

2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Hahahahah, ég hló upphátt.

Get ekki talið skiptin sem ég hef þurft að nota salerni á hlaupum mínum hér en sem betur fer eru klósett í hverjum einasta leikgarði hér og í öllum convenience store sem eru hér á ca 300 m fresti svo það reddast alltaf.

Nafnlaus sagði...

hahhaha þetta er alveg yndislegt :) Já lífið kemur manni stundum á óvart!

kveðja Hólmfríður