laugardagur, 1. september 2012

September á eftir að vera súper mánuður. Ég sá það í hendi mér um leið og ég kom inn eftir hlaup í morgun. Sólin skein og ég mætti bara einum hundi, það veit alltaf á gott. Um leið og ég kom heim krossaði ég yfir viku 7, æfingu eitt og gerði mig svo til í smá útstáelsi til Liverpool. Já, ég finn það skýrt og greinilega að september verður alveg súper.


Engin ummæli: