Ég tók líka nokkrar æfingar með Jillian Michaels í vikunni. Ef maður lætur Biggest Loser ekki fara í taugarnar á sér þá er Jillian ein vitrasta fittness fríkin sem ég veit um. Hún á td eina þá bestu ráðleggingu sem ég veit um í þessu brölti við að verða mjó (eða heilsuhraust eða jafnvel bæði); "Count your calories, work out when you can and try to be good to yourself. All the rest is bullshit." (As quoted on http://www.perfectinourimperfections.com/) Í miðri æfingu í gær sagði hún svo dálítið annað sem sló mig. Hún sagði að "transformation is not a future event, transformation is what you are doing NOW." Þetta kom rosalega mikið við mig. Það er svo mikilvægt að vera viðstaddur í lífinu. Að taka þátt í hverju andartaki, ekki bara fylgjast með á meðan maður bíður eftir að eitthvað gerist, eitthvað breytist. Ég er nefnilega enn að ströggla aðeins með þessa hugsun sem segir að ég þurfi bara að komast í gegnum þetta tímabil núna, að lífið byrji þegar ég hef náð markmiðinu. Að þá gerist eitthvað.
Í haustsólinni í Wrexham, |
Nú er ég ekki að segja að ég sé hætt að vinna að markmiðinu, þvert á móti, ég held einmitt að þetta að gefa mig algerlega að augnablikinu sé lausnin til þess að komast að markmiðinu. Maður þarf bara stanslaust að minna sjálfa sig á að taka þátt í augnablikinu. Mín fyrsta æfing til að koma þessari hugsun að er að ég þarf að leggja hnífapörin frá mér á milli hvers bita. Hljómar einfalt en fyrir manneskju sem vanalega borðar eins og togarasjómaður borðar súpu í stórsjó er þetta heilmikið verkefni. Og skemmtilegt. Byrjum á velska sunnudagslambinu sem mallar núna við lágan hita inni í ofni....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli