sunnudagur, 23. september 2012

Súper september heldur ótrauður áfram og ég komin undir 90 kílójúle. Og undir 90 líður mér vel. Meira en vel, mér finnst ég vera súperskutla. Undir 90 er ég mjó að mínu mati og fyllist súper sjálfstrausti. Ég hlýt líka að geisla því út frá mér því ég fæ flaut og tjékk þegar ég er undir 90 þannig að það er ekki bara mér sem finnst ég vera sæt. Það er búið að taka mig heilt ár að komast hingað aftur. Og það er búið að taka mig heilt ár að sætta mig við hvernig þetta virkar hjá mér. 200 g að meðaltali niður á við yfir rúm þrjú ár eru ekki tölur sem enda sem forsíðusaga á Séð og Heyrt en ef ég á að vera hreinskilin þá tek ég frekar 200g að meðaltali niður á við yfir rúmt þriggja ára tímabil  en 50 kg frá á einu ári og svo 60 kg í plús á því næsta eins og þetta hefur verið hjá mér áður.

Ég tók líka nokkrar æfingar með Jillian Michaels í vikunni. Ef maður lætur Biggest Loser ekki fara í taugarnar á sér þá er Jillian ein vitrasta fittness fríkin sem ég veit um. Hún á td eina þá bestu ráðleggingu sem ég veit um í þessu brölti við að verða mjó (eða heilsuhraust eða jafnvel bæði); "Count your calories, work out when you can and try to be good to yourself. All the rest is bullshit."  (As quoted on http://www.perfectinourimperfections.com/) Í miðri æfingu í gær sagði hún svo dálítið annað sem sló mig. Hún sagði að "transformation is not a future event, transformation is what you are doing NOW." Þetta kom rosalega mikið við mig. Það er svo mikilvægt að vera viðstaddur í lífinu. Að taka þátt í hverju andartaki, ekki bara fylgjast með á meðan maður bíður eftir að eitthvað gerist, eitthvað breytist. Ég er nefnilega enn að ströggla aðeins með þessa hugsun sem segir að ég þurfi bara að komast í gegnum þetta tímabil núna, að lífið byrji þegar ég hef náð markmiðinu. Að þá gerist eitthvað.

Í haustsólinni í Wrexham, 

Nú er ég ekki að segja að ég sé hætt að vinna að markmiðinu, þvert á móti, ég held einmitt að þetta að gefa mig algerlega að augnablikinu sé lausnin til þess að komast að markmiðinu. Maður þarf bara stanslaust að minna sjálfa sig á að taka þátt í augnablikinu. Mín fyrsta æfing til að koma þessari hugsun að er að ég þarf að leggja hnífapörin frá mér á milli hvers bita. Hljómar einfalt en fyrir manneskju sem vanalega borðar eins og togarasjómaður borðar súpu í stórsjó er þetta heilmikið verkefni. Og skemmtilegt. Byrjum á velska sunnudagslambinu sem mallar núna við lágan hita inni í ofni....


Engin ummæli: