sunnudagur, 11. nóvember 2012

Út á þekju

Ég hugsa að stundum ofhugsi ég hlutina. Það er tilgangslaust fyrir mig að reyna að ljúga því til að það sé allt í fínu lagi hérna megin af því að það er það ekki. Mig langaði svo til að hafa öll svörin og á tímabili var ég með á hreinu að ég væri búin að fatta þetta allt saman. En af einhverjum ástæðum hef ég ekki haft döngun í mér til að halda mér við efnið. Mig langar bara til að borða nammi og lesa bók. Ég hef engan áhuga á að elda mat og hreyfa mig. Og ég skil það ekki vegna þess að mér líður ekki vel núna. Og ég veit að mér líður vel þegar ég elda mat og hreyfi mig. Ég man vel hvernig það var að vera 140 kíló. Og ég veit vel að næst þegar ég fitna þá verð ég ekki 140 kíló, ég verð 160. Og ég hef engan áhuga á að láta það gerast. ....

Og svona hélt ég áfram ad nauseum. En þegar ég leyfi sjálfri mér svona sjálfsvorkunnarinnhverfisíhugunarvæli þá gerist líka lítið annað.

"... næst þegar ég fitna..." !!!!! Hvur andskotinn!!! Næst þegar ég fitna!!! Eins og það sé valmöguleiki eða á dagskránni! Hvað er ég að spá?!!

Ég var 140 kíló. Ég ætla ekki að verða það aftur. Mér er alveg sama hvort ég verði bara 95 kíló og hraust eða hvort ég nái að verða 70 kíló og hraust. Það skiptir í alvörunni engu máli.

Og það er bara ein leið þangað og það er ekki að halda áfram að borða nammi og lesa bók.

Ég er farin út að labba.

Fokk og enter.

3 ummæli:

Hanna sagði...

Gott með þig - bara tussast út i göngu :D
Knús
H

murta sagði...

Já, mar tussast etta ;)

Inga Lilý sagði...

Öss, ég þyngdist svoo mikið á Íslandi í sumar en það var allt í lagi, ég ætlaði að láta kílóin leka af mér aftur þegar ég kæmi út. Núna næstum 3 mánuðum seinna er ég 2 kg þyngri en þegar ég kom heim frá Fróni! Merkilegt hvað þetta gerist ekki af sjálfu sér.

Hef að vísu alveg farið út að hlaupa en mun styttra og hægar en ég gerði áður. Mataræðið er í ruglinu og ég er hætt að passa í fötin mín. Er líka orðin 9 kg þyngri en ég var í febrúar þegar ég fór maraþonið.

Af hverju í andsk er þetta svona mikið ströggl alltaf hreint. Ég neenni ekki að missa sömu kílóin aftur og aftur, þetta er alveg hreint óþolandi.

Takk fyrir að vera manni svona mikil hvatning. Það hjálpar ótrúlega að lesa bloggið þitt.