Ég er búin að vera í algerri niðursveiflu síðan að ég las þessa árans grein um tilgangsleysi þess að setja sér tímaskilyrt markmið. Nú er ég sammála vísindamönnunum sem skrifuðu, og ég veit manna best hvernig þetta fúnkerar þetta hringsól á milli markmiðasetningar og ofurkátínu og hyldýpi örvæntingarinnar þegar maður svo tekur feilspsor og markmiðin færast fjær en ekki nær. Að sjálfsögðu er þetta erfitt og slítandi.
Og ég tók þessu þannig að ég væri bara alveg ómöguleg manneskja sem er háð adrenalíninu sem fylgir því að setja sér markmið en gæti svo aldrei haldið neitt út.
Hætti svo bara öllu. Hætti að æfa, hætti að vigta og telja, hætti að setja mér markmið. Það er jú, hvort eð er tilgangslaust af því að í kjölfar háleits markmiðs fylgir bara óhjákvæmilega brotlending raunveruleikans.
Í gær fékk ég svo algerlega upp í kok.
Hvað með það þó ég setji mér markmið sem fara svo kannski á annan veg en áætlað var? Já, hvað með það!? Var það ekki með markmiðasetningu sem ég náði af mér því sem ég er þó búin að ná af mér? Ég veit vel hvernig ég er og ég veit vel að ég missi áhuga og tapa athyglinni fljótlega inn í nánast hvaða verkefni sem er. En þannig er ég bara og ég vil frekar taka nokkur skref í átt að aðalmarkmiðinu og mistakast svo smá og klára ekki og byrja svo bara á einvherju nýju sem færir mig fleiri skref í átt að aðalmarkmiðinu en að sleppa þessu bara alveg.
Þannig að núna ætla ég að setja mér markmið. Eitthvað sem hefur með ákveðið margar æfingar, afmælið mitt, vissan kílóafjölda að gera. Ég þarf aðeins að hugsa það betur.
Ég veit það eitt að mér leið skítt í gær. Í dag hinsvegar er ég himinlifandi.
Það verður bara að hafa það þó það sé tímabundið.
2 ummæli:
Ef við settum okkur aldrei markmið eða takmörk þá myndum við aldrei gera nokkurn skapaðan hlut og þá væri lífið nú ansi leiðinlegt held ég.
Tímabundin hamingja er svo sannarlega betri en óhamingja um aldur og ævi :)
Er sjálf að vinna í því að setja mér markmið og er jafnvel að spá í að reyna að fylgja þeim eftir svona til tilbreytingar.
Fylgist alltaf með blogginu þínu og finnst þú algjör snilli.
Kveðja
Ella (litla frænka hennar Ólínu)
Nei, en skemmtilegt að vita að þú sért að lesa Ella mín! Takk fyrir :)
Skrifa ummæli