þriðjudagur, 13. nóvember 2012

Áskorunin

Nú hef ég oft heyrt að skilgreiningin á geðveiki sé að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við mismunandi niðurstöðu. Og af því að ég er ekki geðveik þá ætla ég að gera eitthvað alveg nýtt. Alveg ný áskorun sem ég held að sé skemmtileg og hressandi og aðeins öðruvísi en annað sem ég hef gert hingað til.

Ég ætla að gefa sjálfri mér stuðpunkta fyrir góða frammistöðu. Ég hef alltaf virkað betur á jákvæðum nótum frekar en neikvæðum.

Þannig byrjar dagurinn sjálfkrafa á 20 stigum. (Alltaf gott að byrja í plús!)

Hægt er að fá 5 aukastig fyrir 20 mínútna hreyfingu eða 2 aukastig fyrir 40 mínútur á hverjum degi. 20 mínútna hreyfing þarf að vera nokkuð áköf, þeas ketilbjöllur, crossfit eða bodyweight æfingar af krafti. 40 mínútur geta verið lengri æfingar af minni ákafa. Þó má ekki telja eðlilega hreyfingu eins og göngur á milli staða eða ráp í búðum til hreyfingar. Það er bara bónus.

5 stig tapast ef maður borðar hveiti, brauð, pasta, kornmeti.
5 stig tapast ef maður borðar sykur.
3 stig tapast ef maður borðar meira en 25 grömm af hnetum yfir daginn.
10 stig tapast ef maður borðar nammi.
10 stig tapast ef maður borðar hvaða mat sem er í óeðlilegu magni.

Þannig er mögulegt að enda daginn á mínus stigagjöf.

Haframjöl og quinoa er undanskilið kornmetisbanninu.
Annar sykur eins og hunang, hlynsýróp, döðlusýróp og þurrkaðir ávextir ber að forðast eftir fremsta megni þó ekki tapist stig fyrir neyslu. Semsé löglegt en siðlaust.
Óeðlilegt magn er fyrir hvern og einn að dæma, það er eins og klám; maður þekkir það þegar maður sér það.

Mest er hægt að vinna sér inn 25 stig yfir daginn. Áskorunin stendur yfir í 4 vikur, frá sunnudeginum 18. nóvember til mánudagsins 17. desember. Þannig eru 700 stig í pottinum.

400-500 stig gefa £150 í verðlaun til að eyða í vitleysu á afmælisdaginn minn 17. desember.
501-600 stig gefa £200 í verðlaun til að eyða í vitleysu á afmælisdaginn minn 17. desember
601-700 stig gefa £300 i verðlaun til að eyða í vitleysu á afmælisdaginn minn 17.desember

Djöfull verður þetta skemmtilegt!5 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Líst vel á þetta skvís, þú átt eftir að massa þetta!

Svanhildur Ýr sagði...

Vá, þvílík snilld!
ótrúlega sniðug leið :)

murta sagði...

Upp með ærnar stelpur! Vera með!!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta geðveikt, ætla að melta þetta aðeins hvort ég verði með :)

K.kv Tóta

Nafnlaus sagði...

Alger snilld!
Útfærði mína áskorun byggða á þessu módeli í 4 vikur frá 26. nóv til 23. des.
Áskorunin hefur þegar forðað mér frá M&M, konfekti, hamborgurum, kökum og ómældu magni af brauði og hvítu pasta!
Baráttukveðjur í bæinn
Hrafnhildur