Ég vaknaði rétt eftir þrjú í morgun böðuð í svita og ónotum eftir heldur óskemmtilega martröð. Og gat engan vegin sofnað aftur af áhyggjum yfir allskonar skrímslum og öðru verra. Lak svo loksins út af rétt eftir fimm og gat bara allsekki vaknað í pilates eins og planað var. Reyndi að bæta úr því með löngum göngutúr í hádeginu (Chester er svo falleg núna í síðhaustveðrinu) og tók svo bara pilates tíma eftir kvöldmat. Ekki mikið vandamál.
Spikprik dagsins standa því í 22. 20 stig fyrir óaðfinnanlegt mataræði, 2 stig fyrir pilates.
Svo verður spennandi að sjá hvernig mér tekst til í Manchester á morgun. Er búin að pakka hollum nestispakka en veit bara ekki hvort það verður við hæfi að draga boxið upp ef okkur verður boðið upp á mat. Ég er að hugsa um að segjast bara vera með ofnæmi og brosa svo bara.
Verkefni morgundagsins er þessvegna að halda sínu striki þrátt fyrir að lífið sé óútreiknanlegt.
1 ummæli:
Það má vera með sérvisku hvað mat varðar þómaður sé úti að borða. Alla vega séég þaðá Fróni. xx mamma
Skrifa ummæli