mánudagur, 19. nóvember 2012

Spikprikin hreinlega hrúgast inn og ég er himinlifandi í uppsveiflunni sem nýrri áskorun fylgir. Ég vaknaði ofurhress í morgun og rauk til í snarpa líkamsþyngdaræfingu. Hef greinilega misst niður heilmikið þol því ég var pungsveitt og másandi að æfingu lokinni. Engu að síður þá voru 5 spikprik komin í sarpinn og það allt fyrir klukkan sex í morgun. Maturinn fór svo alveg eins og planað var og ég bætti við röskri göngu fimm stoppistöðvum lengra en nauðsynlegt er þannig að sem stendur eru öll 25 spikprik dagsins söfnuð og seif.

Á morgun ætla ég að vakna 10 mínútum fyrr en nauðsynlegt er. Þannig hef ég gefið sjálfri mér nægan tíma til að sleppa við allt stress og hamagang í morgunsárið. Ég hef þannig líka tíma til að teygja vel á öllum kroppnum og ætti þannig að vera búin að leggja grunn að öðrum súper spikprik degi.

Góðar stundir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á mín 20 spikprik eftir daginn. Engin vitleysa í mat en engin hreyfing. Gaman að lesa hvað þú ert dugleg. Ástarkveðja, mamma

murta sagði...

Var einmitt að fara að inna eftir frammistöðunni :) smússmúss