sunnudagur, 16. desember 2012

Þá eru síðustu tölur komnar í hús og ekki meira hægt að gera til að breyta eða bæta úrslitin. Allt í allt söfnuðust 341 spikprik á tilsettum tíma. Ekki nógu mörg til að ég geti eytt neinum pening í vitleysu en nóg til að ég sé ánægð. Ég léttist líka um tvö kíló á þessum fjórum vikum og get ekki annað verið en ánægð með það. Aðallega er ég ánægð með að áskorunin varð til þess að ég gat fínpússað velgengisstuðulinn minn og ég veit núna hvernig "góður" dagur lítur út og hvaða skilyrði ég þarf að uppfylla til að ég sé ánægð, til að  mér líði vel í líkamanum, mér líði vel í sálinni og til að halda samt áfram að léttast aðeins.

Ég þarf að hreyfa mig í að minnsta kosti 20 mínútur á hverjum degi.
Ég þarf að gera eitthvað sem reynir aðeins á mig.
Ég þarf að drekka líter af vatni.
Ég þarf að verða svöng allavega einu sinni yfir daginn.
Ég þarf að fá mér bara einu sinni á diskinn.
Ég þarf að sleppa nammi.

Það er allt og sumt.

Og nú get ég haldið upp á afmælið mitt kát og glöð.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spikprikin mín fuðruðu upp og urðu að engu. Ég á engan aur til að eyða í vitleysu. Allt mitt líf er á hvolfi. Kem til þín eftir orfáa daga og þú réttir mig við. Er það ekki?? (Smá djók).
Mútter mamma

murta sagði...

Við réttum hvora aðra af xx

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn skvís!