sunnudagur, 30. desember 2012

Annáll (en frekar klénn)

Það er bráðsniðugt að halda úti svona bloggi. Ég ætlaði að skrifa langan pistil um hversu illa ég hafi staðið mig árið 2012 og lofa allskonar fögru um 2013 en þegar ég skoðaði árið í rituðu máli kemur í ljós að ég hef bara staðið mig ágætlega. Ég sagði sjálf að ég ætlaði að hætta að sjá þetta fyrir mér í hugtökunum að takast eða mistakast, þetta er allt saman tilraun og ef mér líkar ekki útkoman þá breyti ég innlegginu.


2013 verður hjólaár, ég get ekki hlaupið en það þýðir ekki að ég sé hætt að hreyfa mig. Nei, nú er komið að hjólinu.

Engin ummæli: