þriðjudagur, 1. janúar 2013

1. janúar 2013
 2013 tók mér fagnandi. Eftir linnulausa rigningu síðustu fjórar vikurnar vaknaði ég í morgun loksins við glampandi vetrarsól. Ég rauk til, setti upp hjálminn og fór út í túr. Prófaði að fara Pen-Y-Cae/Ruabon hringinn og það var svona ægilega skemmtilegt. Það eru þónokkrar brekkur, flestar upp í mót, og ég þakklát manninum að hafa keypt hjól með almennilegum gírum. Ég þarf aðeins að venjast hjólinu, bæði sem hluta af umferðinni og svo sem þætti í heilsusamlegri lífstíl, ég finn það t.d að ég er örlítið smeyk við bílaumferðina hér en ég er líka alveg viss um að ég venjist fljótt. Í huganum er ég farin að skipuleggja túra hingað og þangað, Llangollen kemur helst upp í hugann. Það væri gaman að sjá hvort ég gæti hjólað meðfram skipaskurðinum þangað. Ég er allavega spennt og kát með þetta allt saman.

Ég leit aðeins tilbaka og sá að ég byrjaði 2012 á nánast sama hátt; ég fór í 5 km hlaupatúr um þorpið á Nýjársdag það árið. Og þessvegna ætla ég að segja að ég kveðji 2012 með gleði og þakklæti; ég er enn að.


Ég hlakka svakalega til að kanna landið með þessum fararskjóta. Nú þarf ég bara að stilla Garminn góða af hlaupum og á hjól.


2 ummæli:

Hanna sagði...

Ást og stuð til þín :-)
H

Nafnlaus sagði...

Þú verður að vera búin að finna hjólaleigu þegar ég kem næst. Það er ekkert skemmtilegra en að hjóla.
xxx mútter mamma