Frostleginn bakgarðurinn í dag. |
Út frá þessari yfirlýsingu minni að ég sé bölvaður heiðingi fór ég að rannsaka meira þessa víkinga arfleifð mína og komst að því að það væri mikið góður heimur að búa í ef við myndum öll lifa eftir tillögum þeim sem finnast í Hávamálum. Þar má finna leiðbeiningar um hvernig sönn og góð manneskja hagar lífi sínu. Hvernig maður á að koma fram við vini, hvernig maður á að haga sér hvað peninga varðar, orðstír og framgöngu alla.
Og nýji lífstíllinn er þar engin undantekning. Í erindi númer 21 segir:
Hjarðir það vitu
nær þær heim skulu
og ganga þá af grasi.
En ósvinnur maður
kann ævagi
síns um mál maga.
Þeas beljur úti í haga hafa vit á að ganga heim þegar þær hafa fengið nægju sína en heimskinginn kann ekki sitt magamál. 1000 ára gamall vísdómur og við étum okkur enn til óbóta! Ótrúlegt alveg hreint. Ég ætla að reyna að hafa þetta að leiðarljósi héðan í frá og læra mitt magamál. Ég er jú, víkingur er það ekki?
1 ummæli:
Við förum víst með svona lagað í Góða hirðinn ;)
Kv Hólmfríður
Skrifa ummæli