miðvikudagur, 30. janúar 2013
Ég fékk mér KitKat í dag. Tvo fingur, dökkt súkkulaði. 106 hitaeiningar. Ég var í vinnunni til rétt yfir sex og þetta var svona hálfvegis í hugsunarleysi, hálfvegis í einhverri "á ´etta skilið fyrir að vinna svona mikið, fæ kvöldmat svo seint" hugsunarleysi. Ég er svo búin að eiga smávegis erfitt í kjölfarið í kvöld. Stakk upp í mig nokkrum döðlum á meðan ég hitaði upp afganga frá í gær í kvöldmat. Og er svo búin að fá mér fjórar fíkjukúlur. Þetta er ekkert stórslys, enginn 350 gramma poki af M&M skolað niður með stauk af Pringles og líter af Ben & Jerry, en samt. Þetta var heldur ekki á plani. Samkvæmt mínum útreikningum um það bil 400 hitaeiningar, sem tekur mig dálítið yfir dagskammtinn. Það sem ég er mest að spá í er hvort kom á undan - löngunin í kitkatið eða það sem ég kalla stjórnleysið. Vakti kitkatið stjórnleysið upp eða fékk ég mér kitkatið af því að stjórnleysið var að byrja? Ef mér tekst að muna þetta næst þegar ég teygi mig í Kitkat í "hugsunarleysi" get ég þá náð að þekkja byrjunareinkenni á stjórnleysinu og forðast það eða kemur stjórnleysið hvort eð er og ég get bara reynt að gera mitt besta eins og í kvöld og stjórnað því með nokkrum döðlum sem hljóta að vera skárri hitaeiningar en ýmislegt annað sem ég hefði getað valið? Mér dettur í hug að hér hafi ég dottið niður á milljón dollara spurninguna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli