Hann sá þetta frá hinum endanum fyrir mig. Ég er búin að setja upp lokamarkmiðið, það er enn alltaf það sama, 71 kíló. Það er svo dregið frá upphafsþyngdinni hvern mánuð. Þannig var ég 97 í byrjun janúar. Mínus 71 kíló og við fá út 26. Ef við svo deilum 26 á 12 mánuði fáum við 2.16. Markmiðið er því að léttast um 2.16 í janúar. Ef ég geri það nákvæmlega hvern mánuð nú þá breytist mánaðarmarkmiðið ekki neitt. Hinsvegar ef ég léttist meira (eða minna) en áætlað var þá breytist mánaðarmarkmiðið. Setjum okkur upp að ég léttist um 1 kíló í viðbót við þessi 2.5 sem nú þegar eru farin í janúar. Þá væri ég 93.5 í febrúarbyrjun. Þá segir stærðfræðin að ég taki 93.5 frá 71 sem gefur 22.5, deilum því í 11 mánuði núna því það eru bara 11 mánuðir eftir og nýja mánaðarmarkmiðið yrði því 2.04. Er ekki skemmtilegt af fá að reikna svona aðeins?
Þannig er þetta alltaf nýtt og skemmtilegt og ég held mér við prinsippið sem segir "bara tvö kíló í einu". Næsti mánuður er bara næsti mánður og ég þarf ekkert að spá frekar í hann.
Stærðfræðin alveg að gera sig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli