Fyrir nokkru síðan fékk ég tölvupóst frá háskólanum sem ég stunda MBA námið við sem tiltók að það liði nú að því að ég hafi verið að í fimm ár og þessvegna tíminn sem ég hef að verða uppurinn. Ég gerði það sem allt venjulegt fólk myndi gera, las póstinn og setti bakvið eyrað að drífa það af að senda inn tillögu að lokaritgerð. Svo leið tími og svo leið aðeins meiri tími og allt í einu var ég nánast runnin út á tíma. Ég er þessvegna sérlega ánægð með frammistöðu mína í þessari viku. Ég er búin að vera algerlega að farast á taugum við að reyna að koma saman ritgerðartillögu, safna heimildum og tala við prófessorinn minn til að geta skilað inn fyrir janúarlok, en á sama tíma hef ég verið algerlega í jafnvægi hvað matarval varðar. Ég verð alltaf ofboðslega ánægð með sjálfa mig þegar ég sýni svona þroska. Og þrátt fyrir að léttast ekki þessa viku (en ekki þyngjast heldur) þá er mér alveg sama. Það er svona eins og það eitt að valið rétt og staðið á mínu séu verðlaun í sjálfu sér, ég þarf ekki að fá neina viðurkenningu frá vigtinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli