Þjóðsöngurinn sunginn. |
Garry og Tracy í velskum peysum |
Þjóðhetjan Alex Cuthbertson skorar "try" |
Og enskir geta ekkert gert en horft á þar sem Wales fagnar. |
Þegar við náðum svo að skora "try" (þegar einn leikmaður hleypur með boltann alla leið yfir endalínu) ekki einu sinni heldur tvisvar, varð allt vitlaust. Gleðin yfir að vinna, gleðin yfir að hafa skemmt allt fyrir Englandi, gleðin og stoltið yfir því að vera best var ólýsanleg. Ég veit bara ekki hvort það er hægt að skilja þetta sem Íslendingur, við vonum jú að við vinnum Dani og Svía í handbolta, en þegar við dettum svo úr keppni byrjum við að halda með þeim. Það myndi aldrei gerast hér. "Swing low, sweet chariot" er lagið sem enskir rugby áhangendur syngja og í gærkveldi sungum við Walesverjar "You can stick your chariots up yer arse".
Brjálað stuð - velski fáninn í bakgrunni. |
Blindfull og kát. |
Í dag er þjóðin svo að vakna upp, með dálitið rykugan haus, en hamingja enn allsráðandi. Við erum 6 Nations Champions, enn einu sinni.
1 ummæli:
I glad you enjoyed the game! Needless to say, I did too, despite being in Leeds amidst the enemy! ;)
Skrifa ummæli