|
Jógúrtsósa - hnetusmjör |
Þá er selléríið komið í hús og ég búin að skilgreina hvaðan ótti minn við stöngulinn kemur. Lyktin er sú sama og af hvönn. Og þegar ég finn hvannarlykt ber minning mig tilbaka í útilegu í bernsku þar sem Kalli bróðir reif upp það sem mér finnst hafa verið mannhæðarhá hvönn og lamdi mig með stönglinum svo undan sveið. Svona tengir maður lykt við atburði og þetta var þess valdandi að ég hef hef ekki getað borðað sellerí. En ég er búin að komast yfir þetta og get núna nagað mig í gegnum heilu búntin. Lukkan yfir mér! Hrikalega gott með bbq salsa, best með sólþurrkuðu tómatasósunni. En ljómandi gott með jógurtsósunni líka. Varð fyrir smá vonbrigðum með hnetusmjörið; var búin að ímynda mér annað. Svo er það líka svo smart og fullorðins að borða sellerí. Mér finnst ég hafa þroskast svo í vikunni.
2 ummæli:
hva ertu bara horfin af þessu sellerí áti þínu? :D
Fer alveg að finna pennann aftur :)
Skrifa ummæli