sunnudagur, 7. apríl 2013

Ég keypti mér um daginn svona litlar ofnskálar eða "ramekins" til að búa til "einhleypa eplaköku". Þetta snýst allt um skammtastærðir ekki satt? Ég er búin að nota skálarnar stanslaust síðan ég fékk þær. Um síðustu helgi bjó ég til grænkáls og feta ídýfu. Gufusauð 200 g af kálinu þartil það var skærgrænt og hristi og kreisti svo af því allt vatn. Maukaði svo saman 100 g af feta, þrjár vænar matskeiðar af grískri jógúrt, matskeið af olífuolíu og einn maukaðan hvítlauksgeira, salt og pipar. Blandaði svo við kálið, setti í litlu skálarnar og bakaði inni í ofni í 25 mínútur. Borðaði heitt með hrökkbrauði og brokkóli og svo settí ég afganginn kaldan út á salat daginn eftir. Ég er líka búin að baka parmesan-egg og einn skammt af bökuðum kókós-og trönuberjahafragraut. En mig vantar enn epli.

Bakaður hafragrautur fyrir einn. 

Engin ummæli: