Ég trúi því staðfastlega að til að gera langvarandi breytingar þurfi að gera meira en að drekka meira vatn og sleppa snickers öðruhvoru. Það þarf að breyta algerlega um innri trú og sannfæringu um hvað sé rétt og gott og hvað skapi langtíma afleiðingar. Ég veit og trúi að það sé betra fyrir mig til langframa að sleppa því að borða snickers, sérstaklega þegar ég borða snickers til að láta mér líða betur. Það sem þetta svo algerlega snýst um er að sjá og skilja orsakir og afleiðingar. Þannig veit ég að þó að það sé ósköp næs núna að liggja lengur upp í rúmi og sleppa því að mæta í vinnu, þá eru langtíma afleiðingar svo inngreiptar í mig að ég myndi aldrei láta það eftir mér. Ég kýs mun frekar að sleppa þægindinum sem kúr upp í rúmi eru og mæti í vinnu af því að ég vil fá útborgað, ég vil fá að eiga hús og eiga fyrir mat og geta boðið fjölskyldu minni upp á öryggi.
Málið snýst sem sagt um að fá sjálfan sig til að skilja langtíma afleiðingarnar af því að velja hollari kostinn yfir skyndinautnina. Ef ég gæti í alvörunni séð og trúað því sem gerist ef ég vel oftast hollari kostinn þá væri þetta einfalt mál og maður þyrfti ekki að grípa til viljastyrks. Nú segi ég að ég skilji og trúi þessu. En það getur bara ekki verið, ekki í alvörunni. Því ef ég liti á málið á sama hátt og ég mæti í vinnu, eða vaska upp eða bursta tennurnar nú þá væri ég þvengmjó og þyrfti ekki frekar að pæla í þessu.
Vinnan núna er þessvegna falin í að fá mig til að samþykkja langtíma afleiðingarnar.
Af því að það er ekki fokkings sjéns að ég verði aftur feit.
Fokk nei.
3 ummæli:
Takk fyrir gott blogg. Ég er að berjast við mín aukakíló og veit hversu erfitt þetta er. Ég horfði á fræðsluþáttinn Hungry For Change á netinu um daginn og mæli með honum. Gangi þér allt í haginn í baráttunni!
Takk fyrir innlitið :) Ég kíki á þáttinn, alltaf gott að heyra meira.
Mér finnst alltaf svo gaman að lesa bloggin þín. En það er nú samt einu sinni þannig að lífið gengur upp og niður hjá öllum, og því miður viktin líka! :)
Skrifa ummæli