sunnudagur, 25. ágúst 2013

Það er mér ekki neitt nýtt að takmarka inntöku kolvetna. (Né er það nýtt í heimi vísindanna, lágkolvetnafæði var notað til að stemma við flogaveiki svo langt aftur sem 1920) og það er mikið langt síðan ég prófaði fyrst að nota kókóshnetuhveiti. Það sem er nýtt er að takmarka þau svona algerlega og svo fara í gegnum stutt "re-feed" tímabil.

Ég hef alltaf vitað að ég er viðkvæm fyrir pasta og brauði og sykri. Allt þetta veldur ekki bara þyngdaraukningu hjá mér, heldur einnig geðveikinni minni þar sem ég í alvörunni get ekki hætt að borða.

Það sem er allra, allra best við lágkolvetnalífstíl er að hann er akkúrat það; ekki megrun, heldur lífstíll.

Ég var 105 kg síðasta sunnudag. 102.9 í morgun.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ótrúlega ánægð sjálf á LKL :) Ég byrjaði að vigta mig fyrir mánuði síðan - hafði þá verið í rétt um 1 og hálfan mánuð á þessu og neitaði að vigta mig ;) - 5.2 kg farin, vonandi for good! Svo treysti ég því að amk 5 kg til viðbótar hafi verið farin af vatnsþyngd á meðan ég var ekki að vigta!

Það er stórkostlegt hvað það veldur mikilli sykurlöngun að borða kolvetni - ég finn það bara á þeim fáu dögum sem ég hef 'svindlað' (versló var sérstaklega slæm!) og það tók mig alveg 3 daga að komast á beinu brautina aftur en maður minn lifandi hvað það var gott!

Gangi þér vel! - Ég hlakka til að fylgjast með þér ganga í gegnum það sama og ég! jei! :)

Kv,
Svanhildur Ýr

murta sagði...

Flott hjá þér Svanhildur Ýr, flott hjá þér! :)