miðvikudagur, 28. ágúst 2013

Ég er búin að vera fárveik núna síðan á sunnudagskvöld. Sem betur fer voru bæði Dave og Lúkas veikir líka annars hefði ég orðið sannfærð um að lágkolvetnalífstíll væri kannski ekki fyrir mig. Ég er semsé búin að vera afvelta uppi í rúmi í móki svona rétt á milli þess sem ég hleyp á klósettið. Það er svona rétt að brá af mér í dag og hvað var það fyrsta sem ég gerði? Jú, ég vigtaði mig. Rétt skrapa undir 100 kílóum þannig að ég er voðalega sátt við veikindin. Eða svona þannig. Vandamálið er að ég þyrfti að byrja að borða aftur, ég er máttlaus og þreytt og vantar orku. Það eina sem ég get hugsað mér að borða er ristað brauð. Á ég að láta undan þeirri löngun og byrja svo bara upp á nýtt í lágkolvetnunum á morgun, eða á ég að reyna að finna eitthvað sem passar inn í lágkolvetnin sem lætur mig ekki langa til að gubba?

Nú veit ég ekki.

Mér finnst hálfleiðinlegt að líkaminn skuli kalla svona hátt á þurrt ristað brauð þegar ég trúi af sannfæringu að það geri mér lítið gott. En svona er maður fastur í viðjum vanans.

Ég hugsa að ég fái mér bara cup a soup í dag og láti brauðið vera.

Undir hundrað. Kannski að ég hætti bara að borða. Það er greinilega rót vandans.

Engin ummæli: