sunnudagur, 1. september 2013

Þetta voru ljómandi veikindi alveg hreint. Svona dálítið eins og frir passi niður fyrir 100 kiló án þess að þurfa að hafa fyrir því. Mér finnst eins og ég hafi fengið gefins viku þyngdartap alveg ókeypis og er heldur betur sátt við það. Fyrir mér skiptir það öllu að vera undir hundrað. Undir hundrað er ég "venjuleg" og líður ágætlega vel í líkamanum. Undir nítíu er ég svo mjó. En það er önnur saga.

Nú er náttúrlega erfitt að segja til um hvort lágkolvetnafæðið hafi hjálpað til líka en mér tókst að halda þvi alveg í gegnum veikindin og ónotin sem fylgdu á eftir. Það eina sem eftir stendur núna er reyndar að ég er enn hálf viðkvæm í maganum og á erfitt með að taka inn alla fituna sem ætlast er til.

Ég hlakka til að verða aftur góð í maganum til að geta haldið betur áfram tilraunum. Ég var komin á dáltinn svíng inni í eldhúsi, búin að hanna chia graut og beikon salat og ýmislegt annað áhugavert en lystarleysið gerir það að verkum að ég vil ekki vera í eldhúsinu.

Mér sýnist lystarleysið líka vera að skila sér í ritstíflu. Voðalega er ég eitthvað bleh.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Datt í hug að benda þér á, ef þú veist ekki nú þegar, "LKL lág kolvetna lífsstíllinn" sem er lokuð grúbba á facebook. Þar eru mjög fjörugar og oft skemmtilegar umræður tengdar þessum lífstíl :)
Kv. Margrét.

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að benda þér á þetta líka:

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

http://lklmatur.blogspot.com/

http://disukokur.blogspot.com/