föstudagur, 2. ágúst 2013

Ég er komin í frí. Í fyrsta sinn í áraraðir þar sem ég er bara í fríi og þarf ekki að vera með samviskubit yfir neinu. Ég er búin með námið, skilaði öllu af mér tipp topp í vinnunni og við eigum fyrir því að fara bara í frí. Og í fyrsta sinn í áraraðir ætla ég bara að vera í fríi. Geri ráð fyrir að hafa breyst í smjörpoll að tveimur vikum liðnum. Og er það vel, Spánn bíður í ofvæni.

3 ummæli:

Hanna sagði...

Góða ferð til ykkar, elsku Baba mín. Njóttu þín í botn 💕

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég væri til í að vera í þínum sporum. Góða ferð og góða skemmtun!
Kv. Kristín G

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég væri til í að vera í þínum sporum. Góða ferð og góða skemmtun!
Kv. Kristín G