Það var eins og mig grunaði, flaxbrauðið var brilljant í kryddbrauðsmynd. Ég bara stóðst ekki mátið í morgun og bakaði einn hleif. Verð bara að vera aðeins klárari og muna að drekka vatn með hverri sneið til að forðast klandur.
4 egg, hrærð
1/2 bolli möndlumjólk
1 tsk vanilludropar
1/3 bolli kókósolía, fljótandi
20-30 g pálmasykur (eða hvaða annað sætuefni)
2 bollar flaxmeal
1 matskeið lyftiduft (já ég sagði matskeið)
fingurgrip salt
1 matskeið kanill
1/2 teskeið negull
1 teskeið múskat (hafa ber í huga að þetta er vel kryddað og hver og einn má aðlaga að sínum smekk. Ég vil hafa mikið kanil, múskat, negul bragð)
Allt hrært saman og sett í aflangt sílíkón form og bakað við 180 í 40 mínútur. Undursamlegt með stórri smjörklessu, og jafnvel ostsneið. Ef reiknað er með 10 sneiðum eru uþb 7 g af TOTAL kolvetnum í sneið, 3g af NET kolvetnum. Þeir sem telja kolvetni myndu telja 3g. Ef pálmasykrinum er sleppt fer þetta niður í <1g a="" af="" bara="" drekka="" g--="" kolvetnum.="" me="" muna="" net="" vatn="">1g>
2 ummæli:
Sounds tasty! And "marvelous with big ass butter" says Google Translate! :)
Everything is marvelous if served with big ass butter! :)
Skrifa ummæli