Hjólinu mínu var stolið um daginn. Það var bara ekki á sínum stað í skúrnum einn morguninn. Það var eins og það bara færi úr mér allt loft við þetta, ég hafði verið að ströggla við að hreyfa mig en hafði þó alltaf hjólreiðarnar. Hjóllaus geri ég ekkert. Mér þykir óskaplega leiðinlegt að vita til þess að fólk geti verið svona vont. Tilhugsunin um að einhver hafi verið að snuðra um í garðinum hjá mér, hafi labbað upp tröppurnar og farið inn í skúrinn til að taka hjólið er alveg hræðileg. Og varð til að ég missti örlitla trú á mannkynið.
Ég get ekki látið svona atvik buga mig þó og fór í gær og keypti nýtt hjól. Fæ það reyndar ekki afhent fyrr en milli jóla og nýjárs en engu að síður, betra en ekkert.
Svo varð ég líka 39 ára í gær. Og er búin að hugsa mikið um hvort ég verði ekki að setja mér eitt, gott markmið til að ná áður en ég verð 400 ára.
Upphífingar heilla mest.
4 ummæli:
Ertu hætt að blogga?
Neeeeei, bara í pásu :)
Nkl það sem ég var að velta fyrir mér! Skrifaðu nú smá fljótlega :)
Við söknum skrifa þinna
-erla
Skrifa ummæli