Pásan gerði mér gott og ég er búin að ná upp töpuðum tíma og er á réttu róli með æfingar. Slíkt hið sama er ekki hægt að segja um mataræðið þessa vikuna, chippie chips, KFC, samlokur, diet kók, bounty, boost og twix bara svona til að nefna það helsta. Ég er undir gífurlegu álagi í vinnunni, er þar oftast 10 eða 12 tíma og hef ekkert aflögu til að gefa í hollan lífstíl. Allur undirbúningur og planlegging sem er undirstaðan að þessu öllu fer bara út um gluggann við svona álagspúnkta. Ég er alltaf að gera mér betur og betur grein fyrir hversu lukkuleg ég var þegar ég byrjaði fyrst á þessu stússi að vera með vinnutímann 2-10. Að hafa svona nógan tíma á morgnana til að undirbúa sig og æfa skipti bara öllu máli. Og ég er alltaf að gera mér betur grein fyrir því að ég þarf að búa til nýtt plan núna, plan sem miðar að því að ég vinni 12 tíma vinnudag. Ég þarf að einfalda hlutina all svakalega til að þetta gangi upp. Ég bara hreinlega get ekki ætlast til þess af sjálfri mér að ég geti gert jafn mikið og ég gerði áður þegar ég hafði nógan tíma.
Látum okkur nú sjá....
2 ummæli:
Hæ duglega kona :)
eitt sem ég er að velta fyrir mér í sambandi við matinn - er ekki hægt að panta eitthvað svona eins og shape.is hér en fá það sent í vinnuna ? eitthvað hollt og heldur þér innan þeirra marka sem þú setur þér ?
Keep it up ;)
Hmmm.. þarf kannski að brjóta odd af oflæti mínu og kanna svoleiðis eitthvað. Er bara svo föst í að vilja gera allt sjálf!
Skrifa ummæli