Við skíttöpuðum fyrir Írum í gær. Við höfum enn möguleika á að vinna allt mótið en ef ég miða við frammistöðu þeirra frá eyjunni grænu þá eru þeir nú líklegri en við að vinna þetta í ár. Þeir voru sterkari líkamlega og við gerðum allskonar tæknileg mistök sem kostuðu víti hægri og vinstri. Veilsverjarnir létu líka skapið hlaupa með sig í gönur, urðu reiðir. Það er skapgerðareinkenni á Keltum sem er ólíkt Englendingum. Hér er ekkert "stiff upper lip" kjaftæði neitt.
|
Stiwt leikhúsið í Rhos |
Ég fór með mágkonu minni og svila að horfa á leikinn á breiðtjaldi í Stiwt (Borið fram "stjúft") leikhúsinu hér í Rhosllannerchrugog. Leikhúsið var byggt af námuverkamönnum hér í þorpinu 1926. Þeir ákváðu að það þyrfti að hafa menningu í þorpinu og eyddu bara sínum frítíma og peningum í að byggja leikhús. Nú er þar pöbb og ýmiskonar sýningar og skemmtilegheit. Við sátum þar í mestu makindum, drukkum Wrexham lager og æptum á velska rugbý landsliðið. Þetta er hin besta skemmtun, leikurinn er hraður, ofbeldisfullur og yfirfullur af dramatík. Eftir fimm stóra bjóra var ég orðin fín og timi til komin að halda heim. Ég fíla þetta breska djammkerfi alveg í botn. Farin út klukkan tvö, orðin full klukkan þrjú og komin heim og runnið af mér fyrir sex. Svo var bara hægt að horfa á sjónvarp með kínverkan takeaway í mestu makindum.
Ég vaknaði reyndar með örlítin hausverk í morgun og er ánægð að geta tilkynnt að það er rétt að endorfín og seratónin sem mynda vellíðunartilfinninguna þegar líkamsrækt er stunduð geta líka læknað hausverk. Já, það er ekkert verið að slaka á hérna, ég kláraði viku tvö í YAYOG kerfinu og líður eins og milljón kalli núna. Svo er bara stúss í eldhúsinu framundan og slökun til að vera tilbúin í vikuna fram undan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli