sunnudagur, 23. mars 2014

Það er víst enginn að koma að bjarga mér. Það verður að vera útgangspúnkturinn hjá mér. Árum saman hef ég leitað að fullkominni lausn, einhverskonar samsetningu af næringarefnum, æfingum og hugarástandi sem veitir mér lausn frá því að vera fíkill. En það er ekki til. Það er engin kúr sem er frelsarinn, æfingakerfi sem er lausnarinn og hugarástand sem lagar allt. Það eina sem ég þarf að vita er að það að borða þangað til að mig verkjar í síðuna er ekki lausn heldur.

Ég verð áfram stressuð, mér getur enn leiðst, ég verið sorgmædd eða löt. Mér getur fundist ég vitlaus og leiðinleg. Og það er enginn fullkominn matarkúr sem læknar þetta.

Það er bara allt í lagi að vera stressuð, eða finnast ég vera ómöguleg öðruhvoru. Það sem er ekki í lagi er að smyrja tilfinningarnar með súkkulaði. Það er líka allt í lagi að langa svo mikið i nammi að mig langar til að gráta og fá mér samt ekki. Það gerir mig ekki að vondri manneskju.

Það er bara í fínu lagi að bjarga sjálfri sér.

Engin ummæli: