föstudagur, 28. mars 2014

Á föstudagskvöldi er viljastyrkurinn algerlega í lágmarki. Á ég ekki bara að panta kínverskann heim? spyr maður sjálfan sig. Væri ekki næs bara að að ná í poka af maltesers og flatmaga fyrir framan kassann og láta vinnuvikuna líða úr sér? En ég er viðbúin og undirbjó mig fyrir þessi kunnuglegu viðbrögð í gærkveldi. Á meðan að ég eldaði fimmtudagskvöldmatinn eldaði ég líka föstudagskvöldmatinn.

Ég eignaðist fyrir löngu síðan "slow cooker" tæki sem ég kannast ekki við að hafa heyrt um á Íslandi.

"Hæg eldunarpottur"
 Slow cooker er rafmagnspottur sem eins og nafnið gefur til kynna, eldar hægt. Maður smellir bara í hann öllu sem í réttinn á að fara, kveikir á og fer svo í vinnuna. Þegar heim er komið bíður manns svo dásemdar kássa. Gúllas er til dæmis alger snilld í svona tæki.

 Ég semsagt átti til góðan hlunk af svínakjöti. Kryddaði vel með sætri papriku, cumen, coriander, chili, salt og pipar og steikti svo á pönnu til að brúna allt um kring. Setti svo kjötið í pottinn og steikti svo stóran lauk og marinn hvítlauksgeira á pönnunni, hellti 400 ml af kjötkrafti og lét malla smávegis. Hellti svo yfir kjötið og lét eiga sig yfir nótt. Dave kveikti svo á pottinum þegar hann fór í vinnuna klukkan átta í morgun.
Komið upp úr pottinum.
 Þegar við komum svo heim rétt fyrir sjö slökkti ég á pottinum og veiddi hlunkinn upp úr, tók fituna af og tætti svo kjötið niður með gaffli.
Laukmauk.
 Svo síaði ég laukinn frá soðinu og lét svo kjötið og laukmaukið aftur út í pottinn. Hellti svo soðinu aftur út á kjötið í litlum skömmtum og hrærði þangað til að réttum blautleika var náð. Þetta tók um 5 mínútur.
"Rifið svín" eða Pulled pork
Svo fær maður sér bara stóra gommu af kjötinu með hrásalati og avokadó sneið, eða á samloku ef maður borðar svoleiðis. Það er líka geðveikislega gott að setja bbq sósu út á ef maður borðar sykur. Sjálf ætla ég að hanna svoleiðis nema bara sykurlausa.

Og þar höfum við það; viljastyrkurinn uppurinn? Engin afsökun ef maður notar viljastyrkinn frá í gær til að plana aðeins. Eitt núll fyrir Svövu Rán.

Engin ummæli: