fimmtudagur, 27. mars 2014

Hluti af undirbúingsvikunni fyrir sykurdrápið er að upphugsa allar mögulegar aðstæður/ástæður/afsakanir sem ég gæti komið mér í/komið upp/upphugsað til að leyfa sjálfri mér að flaska á sykurleysinu og gefast upp. Eins og allir vita er undirbúiningur lykilþáttur og ef ég veit td að mig langar í nammi á laugardagskvöldum eða í köku með kaffinu á sunnudögum eða þegar ég verð stressuð í vinnunni þá þarf ég að vera viðbúin þessum tímum/tilfinningum.

Vani. Minn eini vandi er í raun vani. Ég er vön að fá mér nammi um helgar. Vön að baka eitthvað djúsi um helgar. Vön að losa um streitu með súkkulaði.

Ég vil ekki gera langtímaforvarnaáætlun, ég ætla að prófa mig áfram með þann þátt. Í þessari viku hef ég staðið upp frá tölvunni í vinnunni og labbað upp og niður stigann til að losa um stress. Ég hef líka einu sinni farið fram í kaffiteríu og tekið einn tetris í símanum. Um helgina er ég búin að plana að búa til sykurlausar kókoskúlur og á sunnudaginn ætlum við að fara í stúss til Liverpool, fara á safn og ég ætla að kaupa mér eitthvað lítið í Keith Brymer Jones safnið mitt.

Með allt á hreinu. Það held ég nú. 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er snilld að lesa bloggið þitt, hlakka til að fylgjast með framvindu mála :)
kveðja
Lóa (Hörpuvikona)

murta sagði...

Hæ Lóa! :)