Að gærdeginum undanskildum hefur þessi fyrsta vika farið ljómandi vel fram. Ég er bara vandræðaleg yfir bestíugangnum í mér í gær. Svona eftir á að hyggja hefði ég átt að fatta hvað var í gangi og átti að biðja um rain check á Liverpool en fara þess í stað í fjallgöngu. Maður lifir og lærir.
Það sem upp úr stendur í vikunni er þessi hugmynd um að það sé ekki eftir neinu að bíða. Maður er sko alltaf að bíða eftir rétta andartakinu. Eftir stundinni sem að andinn færist yfir mann, eða þegar maður gerir stórkostlega uppgötvun. Þegar hugmynd lýstur niður í mann og allt verður nýtt á eftir. Svona eureka móment eða jafnvel þegar yfir mann kemur guðlegur andi.
Það er hægt að bíða eftir þessari stund alla ævina.
Eða maður getur bara tekið því að dagur er bara dagur, og móment er bara móment og maður ræður sjálfur hvernig maður hagar því.
Engar stórar uppgötvanir, engin endurfæðing. Bara góðar ákvarðanir, stund fyrir stund. Og þegar myrkir tímar færast yfir þá verður maður bara að lalla sér í gegnum þá líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli