fimmtudagur, 6. mars 2014

Það þyrmdi aðeins yfir mig í gær. Það var hrikalega heitt á skrifstofunni og ég var bæði í skyrtu og jakka og um þrjúleytið var ég hálförend af hita og svita. Mér fannst ég vera svo skítug og feit og sveitt og hrikaleg. Þetta er tilfinning sem ég hef ekki fundið lengi. Og var reyndar eitthvað sem ég var að vona að ég myndi ekki finna aftur. Og þar sem ég sat við skrifborðið laust niður í mig hvað þetta er ómögulegt verkefni. Að hér sé ég, enn eina fokkings ferðina aftur, enn næstum 30 kílóum of feit.

Og mig langaði svo að fá mér að borða. Súkkulaðihúðað snakk helst. En í miðjum órunum um sykur og fitu datt mér í hug hvað þetta væru sérlega furðuleg viðbrögð við að líða illa yfir því að vera feit. Að vilja borða meira? Ég varð hreinlega að taka skref aftur á bak og analýsera þetta aðeins. Það eitt að skoða þessa skrýtnu löngun fékk mig til að doka við og halda lönguninni aftur.

Mér líður ennþá svona illa í líkamanum, en sálin er öllu borubrattari. Ég gat stoppað mig af þarna, og þó svo að ég verði að viðurkenna að ég er enn að mikla verkefnið fyrir mér þá ætla ég að reyna að standa þennan ágang af mér.

Og spila tetris á meðan að ég bíð.

Engin ummæli: