þriðjudagur, 25. mars 2014

Þegar maður er svona rosalega hresst heilsufrík eins og ég þá er best að reyna að gera hlutina eins einfalda og mögulegt er. Í gær t.d kom ég heim úr vinnunni rétt eftir klukkan átta að kveldi til. Hafði farið að heiman rétt eftir sex þá um morguninn. Að vera að heiman í fjórtán klukkutíma býður upp á að maður þurfi að vera heldur betur skipulagður. Það þýðir líka að vegna þess að viljastyrkur er uppurinn á þessum tímapúnkti er enn mikilvægara en ella að vera með eitthvað auðvelt og einfalt á kantinum um leið og heim er komið.

Besta og einfaldasta uppskriftin sem ég veit um er nautasteik. Maður bara saltar og piprar eina sneið af nauti, smellir á pönnu í 3 mínútur eða svo á hvorri hlið. Tekur svo af pönnunni og lætur jafna sig í alveg 10 mínútur. Á meðan gufusýður maður grænmeti og setur smá vatn á pönnuna til að "de-glaze" og fá svona hálfgerða sósu úr öllu djúsinu sem steikin skildi eftir sig. Tilbúið. 10 mínútur max.

Ég er að reyna að borða "hreint" og taka út allan sykur. Ég er semsagt ekki að fara að smella í pulsur eða ömmubaksturspizzu. I takt við einfaldan og auðveldan kvöldmat er daglegi matseðillinn auðveldur og einfaldur:

Morgunmatur - eggjahvítuommiletta með grænmeti og þýsk brauðsneið. Tekur eina mínútu að sletta í þetta að kveldi til og mér finnst gott að borða kalda ommilettu.
Morgunsnarl - Gulrætur og húmmús. Get geymt þetta í ísskáp í vinnunni, handhægt og tilbúið.
Hádegismatur - salat með kjúlla, túnfiski eða eggjum. Bý til salat á meðan ég elda kvöldmat svo það er tilbúið fyrir næsta dag.
Millisnarl - Grísk jógúrt með handfylli að kókósristuðum pekanhnetum.
Kvöldmatur - Kjöt/fiskur og grænmeti. 

Þetta er seðillinn og ekkert mál að fylgja honum. Smávegis undirbúningur í byrjun viku, smávegis plan þegar verslað er inn, gróf hugmynd um hvað kvöldmatur verði. 

Matseðillinn er líka alveg sykurlaus. Og ég er pakksödd og sátt. Lovely þessir hveitibrauðsdaga.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel! Er glöð að sjá að þú ert aftur komin í heilsugírinn. Les bloggið þitt reglulega, sé alveg sjálfa mig í þér :) Þú ert frábær penni, fyndin, vel máli farin og augljóslega vel gefin og upplýst. Ekkert bull hérna! :)

Kveðja,
Soffía (dyggur lesandi þó ég þekki þig ekki neitt)

murta sagði...

Takk fyrir Soffía :)

Hanna sagði...

Hvernig eru kókosristaðar pekanhnetur? Og getur maður notað aðrar hnetur/möndlur?
Knus á þig
H

murta sagði...

Já það held ég nú! Ég set teskeið af kókósolíu og kanil út á hneturnar áður en ég set inn í ofn. Það má nota hvað hnetur sem er. Það þarf ekkert að nota kókósolíuna, mér finnast hneturnar bara verða enn sætari ef ég bæti henni við. Smúúss :)