þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Og rétt sí svona byrjaði ég í morgun. Tók bodyweight æfingar eldsnemma í morgun og hjólaði svo í og úr vinnu. Það er svo merkilegt að með því að byrja daginn svona tók ég mun meðvitaðri àkvarðanir það sem eftir lifði dags, borðaði "fallega" og af réttum àstæðum. Fór í frískandi göngutúr í hàdeginu og leið vel með allt sem ég gerði í dag. Það er svo skrýtið hvernig ein góð àkvörðun leiðir til annarrar. Ég hef àður tekið eftir þessum velgengisspíral. Það er líka algjör óþarfi að hugsa of langt fram í tímann, làta frekar vellíðunartilfinninguna vera bara allsràðandi akkúrat núna. Ekki hafa àhyggjur strax af því hversu lengi mér tekst að viðhalda þessu. Muna tilfinninguna svo í fyrramàlið og nota til að taka annan snúning í velgengnisspíralnum. Einn snúning í einu.

Engin ummæli: