þriðjudagur, 28. júlí 2015

Vont

Ég er eins og marglytta með putta. Eins og risastór hrúga af wobbly hlaupi. Ég er eins og lint slytti sem pusast áfram, rúllar, kjagar. Ég hata daga sem mér líður svona. Þeir koma ekki oft en þegar þeir koma eru þeir slæmir. Öll vinnan sem fer í að segja að það sé í lagi með mig, að ég geti fundið sátt og jafnvægi, jafnvel þó ég grennist aldrei, fer út um gluggann og ég stari á sjálfa mig uppfull af hatri. Veiklynd, ljót, vesalingur, fíkill, aumingi. Það er ekki gott þegar þessir dagar koma.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru vondir dagar, og koma sem betur fer sjaldan. Stuð og styrkur til þín <3
Hanna

murta sagði...

Takk Hanna mín. Ég þarf að skrifa nýjan póst svo ég skilji þetta ekki eftir hangandi á svona neikvæðni!