Ég þurfti að vera á fundum í Brighton miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Það þótti því þjóðráð að stoppa við í London á leiðinni og hitta Ástu mína. Stoppið var stutt en hún náði þó að fara með mig á Yotam Ottolenghi deli og veitingastað í Islington. Ottolenghi er einn af þessum kokkum sem eg elska að skoða myndir af matnum sem hann gerir og fletta í gegnum bækurnar hans. Ég hafði nú samt aldrei lagt í að prófa að elda. Og það var nánast eins og að koma í mekka að komast þarna inn. Allt sem mér finnst fallegt var þarna uppsett á fallegasta máta. Ég á erfitt með að lýsa hvað fallega uppraðaður matur hefur mikil áhrif á mig, hvað mér líður vel í svoleiðis umhverfi. Allar áhyggjur og sorgir dagsins flutu tímabundið í burtu og eg leyfði visjúalinu að hrífa mig með á annan og betri stað.
Ég gat heldur ekki farið út án þess að versla smá. Keypti mér poka af anzac kexkökum með það í huga að ég gæti notað sem morgunmat á leið til Brighton. Ég fekk þær í fallegum sellófan poka bundnum sman með trademark rauðum Otttolenghi borða.
Anzac eru astralskar að uppruna, hannaðat fyrir ástralska hermenn í fyrra stríði og eiga að duga lengi. Otttolenghi útgáfan er mun meira djúsí en upprunalega uppskriftin og sennilega bestu smákökur sem ég hef smakkað. Uppfullar af höfrum, kókos, rusínum og appelsínuberki. Ég vissi við fyrsta bita að eg myndi þurfa að reyna að gera mína útgáfu, og þá kannski aðeins hollari. Þær eru nefnilega heldur hitaeiningaríkar og ég err hrædd um að þær hafi stuðlað að því að ég þyngdist aðeins í vikunni. Rétt er að það er flóknara að halda uppi hollum háttum þegar maður er ekki heima hjá sér, en það hjálpar víst ekki að raða í sig bestu kexkökum í heimi þegar manni leiðist í lest.
Quinoa hveiti, kókosolía og hunang og ég er komin með rétta bragðið. Áferðin hinsvegar ekki rétt og ég þarf að halda áfram með tilraunastarfsemi. Og það er bara gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli