sunnudagur, 11. október 2015

Af framgangi

Ég léttist um 700 grömm í þessari viku sem er rúmlega vikumarkmiðið. Ágætt alveg og svona nokkuð áreynslulaust. Ég sleit keðjuna á hjólinu mínu á þriðjudaginn og hef ekki komist í að láta laga það þannig að hreyfing var af skornum skammti. Ég stend reyndar enn á því að hvað þyngdartap varðar skiptir hreyfing afskaplega litlu máli og enn fastar á að öll hreyfing sem er gerð af einskærri þrá til að léttast eða í samviskubits/refsingarskyni er verri en engin hreyfing. Hjólreiðarnar er mín geðheilsa. Ekki leið til að léttast. Ég hélt nokkuð nákvæma skrá yfir það sem ég borðaði og hélt mig við 1800 hitaeiningar yfir daginn. Ég hélt þessu líka uppi yfir helgi sem ég er svakalega stolt af, vanalega fer ég alveg yfir strikið um helgar. En, þessi nýja uppgötvun mín um að ég sé hæf til að stjórna mér og magninu sem ég borða þýðir að núna get ég fengið mér tvær kexkökur, eða eina kökusneið eða hvað sem mig langar í án þess að fríka út. Þvílík breyting. 
Ég hugsa enn rosalega mikið um mat, en hef ákveðið að það sé bara allt í lagi. Ég er að plana matseðla og uppskriftir og hanna nýjar uppskriftir og spekúlera. Það er bara allt í lagi. Ég er gífurleg áhugamanneskja um mat og uppskriftir og það er ekkert óeðlilegt að ég spái í. Þetta er áhugamál, ástriða jafnvel, og ég þarf ekki að taka því að þessi áhugi sé bara tengdur við að ég sé of feit. Hver veit, kannski verður þetta meira en áhugamál einn daginn? Ég eyddi smá tíma í að reyna að laga anzac kexið en þrátt fyrir að bragðið sé rosalega gott er áferðin enn röng. Mer tókst hinsvegar að búa til hrikalega gott hnetusmjörskex úr quinoa flögum.

Ég ákvað að ég ætti skilið smá verðlaun og keypti mér loksins Orla Kiely handklæði og handsápu svona til að skreyta baðherbergið aðeins. Betra en nammi.

Engin ummæli: