mánudagur, 12. október 2015

Af tilraunum

Ævintýrin með spíraliserann halfa ótrauð áfram. Og við bætist, nú er ég komin með æði fyrir rauðrófum, brakandi ferskum í salati með geitaosti og karamelluðum pekanhnetum. Hvað segirðu? Karamelluðum pekanhnetum? Já, það er ótrúlega gott kombó: muskulegt, þungt bragðið af rauðrófunni blandað saman við mjúkan rjómakenndan ostinn og svo krönsjið í sætri hnetunni. Hrikalega gott. Það er líka voða auðvelt að búa til. Teskeið af smjéri og slurkur af þessum snilldar puðursykri frá Sukrin (nánast hitaeiningalaus) steikt á pönnu í smástund með hnetunum. Ég er líka búin að prófa að nota hann í bakstur og tókst svona vel upp. Þarf að prófa i anzac kexið. Síðasti séns. 


Ég er svo ánægð með tilraunastarfsemina að hún hefur teygt sig í hárið á mér og ég er farin að nota þessa hentugu leið til að krulla yfir nótt. Ægilega sniðugt. Og Rambó.2 ummæli:

Unknown sagði...

Hvernig vefurðu þessu um hárið á þér til að ná góðum krullum?

murta sagði...

http://youtu.be/BLeSKaPaUOA Herna er góður tutorial. Ég set smá saltsprey áður en ég vef hárið og svo smá hársprey um morguninn þegar eg tek bandið úr :)