Ég léttist um 3.3 kíló í þessari viku. London kílóin og rúmlega eitt til viðbótar fóru veg allrar veraldar. Ég kann þetta sko alveg.
laugardagur, 19. mars 2016
Af geimgöngum
Það sprakk á framdekkinu á hjólinu mínu á fimmtudaginn á leiðinni heim. Ég hafði því góðan tíma til að hlusta á podcast á meðan ég labbaði heim með það í eftirdragi. Einn af þáttunum sem ég hlusta á, TED radio hour, vakti mig til umhugsunar um þetta verkefni sem ég er búin að vera að möndla síðan 1985. Það er eitthvað alveg hreint ótrúlegt hversu auðvelt það er að vita afleiðingar gjörða sinna en samt halda áfram að gera sömu mistökin. Svona utanfrá skoðað er þetta nánast ljóðrænt, svona eins og að lesa góða tragíkómedíu. En þegar ég hlustaði á geimfarann sem var í útvarpsviðtalinu segja að auðvitað væri það hræðilega ógnvekjandi ef manni væri hent inn í geimskutlu og sagt að innan 10 mínútna yrði manni skutlað út í geim. VIð svoleiðis aðstæður væri maður ráðalaus og lamaður af ótta. En þegar manni er sagt að maður hafi 15 ár til að æfa sig í að læra viðbrögð við öllum mögulegum áðstæðum sé engin ástæða til að óttast. Maður lærir allt sem þarf á þessum tíma og að lokum veit maður nákvæmlega hvað maður sé að gera. Og þá er loks engin ástæða til að óttast. Kannski er ég bara eins og minn eiginn geimfari. Það er bara búið að taka mig þetta langan tíma að læra, skilja og vita áður en ég var fær um að fara í mína geimgöngu. Ég hugsaði þetta fram og tilbaka á göngunni heim. Við hvað ég væri hrædd. Ég hef nefnilega núna öll tæki og tól, alla þekkinguna og viskubrunninn til að fara þetta til enda. Og það er nefnilega málið. Ég stjórna þessu. Ég hef þetta allt í mínum höndum. Tökum til dæmis sciatica verkina mína. Síðan ég fékk í bakið og kom í ljós að ég væri með klemmda taug er mér búið að vera illt í vinstri fót. Ég er með stanslausan náladoða ásamt því að vera með nánast stanslausan vöðvakrampa í fætinum. Ég þarf að vanda mig við að standa upp úr skrifborðstólnum mínum. Ég ætla ekki í neinn uppskurð. Ég er búin að lesa mér til um þetta og það sem ég þarf að gera er að teygja á mjöðmum og mjóbaki þannig að þrýstingurinn á taugina minnki og þannig losar um verki og náladoða. Einfalt. Og í mínum höndum. Ég þarf bara að koma teygjunum inn í mína rútínu. Og svo þarf ég bara að gera það. Það er alveg sama á hvaða hátt ég horfi á lífsverkefnið mitt, allstaðar er lausnin í mínum höndum. Og nú þegar ég er orðin post-doc í megrun er bara ekkert að óttast. Ég þarf bara að telja niður og blast off.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábær samlíking og góð niðurstaða. Þetta er allt val. Áfram þú!
Skrifa ummæli