Mér þykir afskaðlega mikilvægt að gera vel við sig í mat og drykk, og mér þykir sérlega gaman þegar saman fer gott bragð og hollusta. Ég dúllaði við þessar míní ostakökur í gær. Þær voru aðeins hollari en venjulegar ostakökur en það kom kannski líka mikið til vegna þess að ég setti í sílíkónmúffin form þannig að þær voru bornar fram í einstaklingsmiðuðum skammti fremur en sem ein risastór kaka.
Ástarostakaka
5 nairns sykurlausar hafrakexkökur, muldar í frumeindir
40 - 50g kókosolía eða smjör, brætt
1 kúfuð matskeið sukrin gold púðursykur
Allt hrært saman í mjúka klessu og svo skipt í 4-5 múffinform, þjappað niður og stungið inn í ísskáp.
120g fitulaus mascarpone ostur
60 ml þykkur rjómi ( ég nota þykkan single cream sem er bara 15%, veit ekki hvort sé til á Islandi)
2 mtsk sukrin flórsykur
Safi úr 3 ástaraldinum, geyma fræjin til að setja ofan á
Allt hrært saman og svo skipt ofan á hafrabotninn. Ástaraldinfræ sett ofan á og svo inn í ísskáp í tvo tíma til að jafnast.
Ástaraldin voru á tilboði í Waitrose og mig hafði lengi langað til að reyna að búa til holla útgáfu af ástaraldinmúss sem við fengum einhverntiman á Tropeiro, Brasilískum veitingastað í Chester. Sykurinn sem ég notaði er ægilega sniðugur, nánast hitaeiningalaus og búin til úr erythritol. Protein úr ostinum og smá nautn og hamingja með rjómanum. Þetta gekk allt upp og ég hæstánægð með verklagið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli